25.6.2009 | 22:04
Sólbaðsveður.
Selurinn Snorri var í sólbaði í fjörunni á Hellnum og stillti sér upp fyrir myndatöku. Veðrið er búið að vera dásamlegt í dag og fór dagurinn í viðhaldsvinnu. Ég fór á Arnastapa og heilsaði upp á riturnar. það eru komnir fleiri ungar, þeir klekjast úr eggjum hver á fætur öðrum. Það verður spennandi að sjá hvort ekki verða allir komnir á kreik á mánudaginn.
Það er einkennilegt hvað lífið hér í garðinum hefur góð áhrif á mann. Það væri óskandi að maður gæti vakað allan sólahringinn á sumrin og nýtt sér sólarorkuna og geymt hana til komandi vetur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.