Rituvöktun

Rita með ungaÁ sunnudaginn fór ég snemma að morgni á Arnastapa áður en flestir voru vaknaðir á tjaldsvæðinu. Frétti að það hafi verið mikið fjör þar um nóttina. Ég fékk mér sæti á vöktunarstaðnum mínum við eitt bjargið í sól og 18°c hita. Ég var þar í 2 tíma og fylgdist með hreiðrunum mínum 40 talsins. Það voru komnir ungar í 18 hreiður, ýmist 1, 2 eða 3 ungar í hreiðri. Sjaldnast voru það 3 ungar en oftast 2. Í Svörtuloftum voru ekki komnir ungar í neitt hreiður og í Keflavíkurbjargi voru ungar í 25 hreiðrum. það er athyglisvert að það skuli engir ungar vera komnir í Svörtuloft, en það gæti verð vegna staðsetningar, kannski kaldara á þessu svæði og fuglinn því seinni af stað. Ég var ekki var við að ungunum var gefið á þeim 1 / 1/2 tíma sem ég fylgdist með en vaktaskipti voru í mörgum hreiðrum. En karl- og kvenfuglinn skiptast á að liggja á eggjunum.

þegar ég kom á gestastofu í morgun voru þrastarungar komnir á kreik inni í hlöðu. Þar er skógarþröstur með 3 unga og er greinilega að æfa þá í að fljúga, það gengur mikið á Þarna inni og tístið í þeim glymur í öllu húsinu. Fyrir utan voru ungar maríuerlu komnir á kreik einnig og voru greinilega í sinni fyrstu flugferð. Þeir eru ekki alveg búnir að átta sig á mannskepnunni enda voru þeir ekki mjög smeykir og flögruðu allt í kringum mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband