6.7.2009 | 00:05
Gönguferðir í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.
það var mikið stuð í þjóðgarðinum um helgina, mikið af ferðamönnum enda fyrsta helgin í júlí og sumarið í hámarki. Það var fjölbreytt dagskrá hjá okkur landvörðum, barnastund á laugardagsmorgun, og ganga um Dritvík og Djúpalónsand í umsjón Þórunnar. Á sunnudeginum var ég með göngu á Búðum í blíðskaparveðri. Ég fór inn í Búðakirkju í fyrsta skiptið, svakalega falleg kirkja.
Í Ólafsvík var bæjarhátíð ( Ólafsvíkurvaka) og kíktum við þangað á laugardagskvöldið á útitónleika með Hjálmum. Þeir eru alltaf góðir. Tónlistarlífið er í þvílíkum blóma hér á Snæfellsnesinu og eru þetta þriðju tónleikarnir sem ég fer á síðan ég kom hingað 6 júní.
Á morgun er svo komið að þriðju rituvaktinni og verður spennandi að sjá hvort allir ungar séu komnir úr eggi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.