7.7.2009 | 09:25
Rissa tridactyla
Rituvaktin í gær gekk vel, en þó var ansi kalt að sitja í 2 tíma á Öndverðanesi við Skálasnaga. Það eru komnir ungar nánast í öll hreiður nema í 8 hreiður á Arnastapa, 7 hreiður á Skálasnaga við Svörtuloft og 3 hreiður í Keflavíkurbjargi. Ég var var við tíðari fæðugjafir núna en í síðustu viku og sumstaðar voru ungarnir orðnir nokkuð stálpaðir. Það virðist því vera nóg æti eins og er í sjónum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.