Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull fullur af ferðamönnum!

Öngþveiti á DjúpalónsandiDjúpalónsandur er án ef vinsælasti viðkomustaðurinn í þjóðgarðinum. Um síðustu helgi var besta veðrið sem komið hefur í sumar eða um 20°c, sól og andvari. Bílastæðin við Djúpalónsand anna ekki lengur þessari auknu bílaumferð.

Ég var með göngu á laugardaginn frá Sandhólum um gamla vermannaleið sem liggur að Dritvík og gengum við þaðan yfir á Djúpalónsand. Gangan tók tvo og hálfan tíma. Það var ansi heitt og var því stoppað reglulega til að svala þorstanum.

Í dag var ég með göngu á Svalþúfu og niður að Lóndröngum. Þessi ganga er á ensku og mættu 4 þjóðverjar. Það var ekki eins heitt í dag og undanfarið, en ég lét mig samt hafa það að mæta í  stuttbuxum.Elín, Sunna og Jón Þór

Elín, Sunna og Jón Þór komu í heimsókn til mín á gestastofu í dag eftir gönguna og buðu mér í mat. Sunna steikti kjúklingaleggi og bakaði muffins og smakkaðist mjög vel. Það var sásamlegt að hitta góða vini þar sem maður er fjarri öllum fjölskyldu og vinum meirihluta sumarsins. Það hefur sína kosti og galla að starfa sem landvörður en kostirnir eru fleiri en gallarnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband