Sáum sautján seli í Selavík á Búðum.

Við Sölvahamar Það var mikið að gerast um helgina og ekki er ég frá því að landvörðurinn sé dálítið þreyttur. Á föstudaginn gekk ég ásamt Sigga mínum og Elínu á Sölvahamar sem tók 2 tíma í steikjandi hita. Þessi leið er ótrúlega falleg. Þar sáum við þennan fuglahóp á flugi neðan við hamrana. Gengið er frá Arnastapa.

Á laugar var ég og Gunna Lára með barnastund og mættu 13 krakkar. Það var svaka stuð enda góður hópur af krökkum á aldrinum 5 - 12 ára. Klukkan 2 var ég með göngu frá Sandhólum að Djúpalónsandi. Í hana mættu 4 íslendingar. Veðrið var að vanda dásamlegt.

Á sunnudeginum var Sæmundur með göngu á Búðum og var gengið frá Kirkjunni út í Selvík og til baka yfir hraunið að Búðarkletti. Í Selavík sáum við 17 seli og þar af 2 útseli og annar þeirra ansi stór. Þegar við komum til baka eftir 4 tíma göngu hittum við Gunnu Láru sem var einnig með göngu á Búðum. Við sólumst í för með henni og enduðum í kirkjunni þar sem saga hennar var rakin í þaula. Ég setti inn myndir í þjóðgarðsalbúmið sem voru teknar í göngum helgarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband