24.7.2009 | 21:21
Riturannsókn
Á þriðjudaginn 21 júlí fór ég í 5 vöktunina á ritu. Ég Byrjaði á Arnastapa eins og vanalega kl. 9:50. Það var rok og hálfskýjað og hiti um 14°C Það hefur heldur fækkað af ungum frá því fyrir viku eða 28 í 28 hreiðrum af 40. Talsver af dauðum ungum í hreiðrum og ég var ekki var við neina fleyga unga. Í 1 1/2 tíma var ég ekki var við neina fæðugjöf.
Í Svörtuloftum var ég kl. 13:50, þar var rok, sól og um 15°C Þar voru 20 ungar í 20 hreiðrum af 40. Ungarnir voru mun óþroskaðri en á Arnastapa. Ég var vitni af 4 fæðugjöfum á 1 1/2 tíma.
Í Keflavíkurbjargi var ég kl. 17:00 í sól, roki og 15°C Þar voru 43 ungar í 36 hreiðrum af 40, tveir ungar í 7 hreiðrum. Afkoma unganna virðist vera best á þessu svæði þó eru ungarnir á mismunandi þroskastigi, allt frá því að vera enn með dún og fjaðralausir og uppí að vera orðnir fleygir. Aðeins sá ég einn fleygan rituunga. Á 1 1/2 tíma varð ég vitni að 4 fæðugjöfum.
Núna skyndilega er ég var við mikinn ungadauða, það hefur snarfækkað í björgunum nema síst í Keflavíkurbjargi.
Á mánudaginn 20 júlí veiddum við Guðrún Lára 10 ritur á Arnastapa en aðeins 3 þeirra ældu æðunni og vorum við vör við rækjur í fæðunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.