4.8.2009 | 22:09
Svangir rituungar
Byrjaði vaktina á Arnastapa í gær 3 ágúst. Þar var sól og blíða en sorgarsjón að sjá alla dauðu ungana í bjarginu og foreldrana sem stormuðu yfir þeim. Það voru 9 ungar í 9 hreiðrum af 40. Mikið af dauðum ungum í hreiðrum. aðeins sá ég 2 fleiga unga á sveimi við bjargið. Varpið lítur ekki vel út.
Í Svörtuloftum var rok en hlýtt. þar sá ég 4 unga í 4 hreiðrum af 40. Engan fleigan unga sá ég á sveimi við bjargið og mikið af dauðum ungum í hreiðrum. Enn meiri brestur í varpinu í Svörtuloftum en á Arnastapa. Á hvorugum staðnum var ég var við fæðugjöf.
Allt önnur saga er í Keflavíkurbjargi. þar sá ég 32 unga í 27 hreiðrum af 40. Nokkrir ungar voru fleigir og flögruðu við bjargið og settust jafnvel á sjóin í leit að fæðu. Ég var einnig var við nokkrar fæðugjafir að minnsta kosti í 8 tilvikum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.