13.8.2009 | 21:27
Fórum í sjósund með hákörlum!
Á þriðjudaginn var fórum ég, Gunna Lára og Linda í sjósund í Skarðsvík. Ég hef ekki farið að synda í sjónum hér á Íslandi síðan ég var lítill patti á Akranesi. En þar var farið á hverju sumri á Langasand og synt í sjónum. Í Skarðsvík var sól, blíða og 13°c. Sjórinn var 11°c. Til að byrja með voru miklir skrækir en svo vandist kuldinn og við fórum aftur út í og tókum dýfu í öldurnar.
Í dag fórum ég og Gunna Lára aftur í sjósund og var það aðeins auðveldara en síðast. Þegar við vorum komin upp úr og vorum að þurrka okkur þá sáum við hákarl koma upp úr einni bárunni. Það var dálítið óhugnanlegt og héldum við að Djaws væri kominn á svæðið. það hefur nefni lega sést til 3 hákarla hér vestast á nesinu síðustu daga og teljum við að það séu beinhákarlar. En þeir geta orðið allt að 12 m langir og synda gjarnan með galopið ginið og sía í sig allan mat sem á vegi þeirra verður.
En við erum hvergi bangin og ætlum að fara aftur á laugardaginn í sjósund, og þá verða tekin fleiri sundtök. Að finna fyrir kuldanum, saltinu og sandinum á milli tánna er bara dásamlegt og manni líður mjög vel á eftir í öllum líkamanum. Ég mæli með þessu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.