27.8.2009 | 15:54
Rituvakt í Þjóðgarðinum
Þá fer rituvöktun að ljúka hér í þjóðgarðinum þetta sumarið. Þann 10 águst var blíðskapar veður en rigndi örlítið við Svörtuloft, hitinn var á bili 13 til 15°c. Á Arnastapa voru 9 ungar í 9 hreiðrum af 40. Allir ungar virðast vera fleygir og voru nokkrir á sveimi við bjargið, einnig sátu nokkrir á sjónum. Fæðugjafir voru ekki margar og mikið tísti í svöngum ungum.
Í Svörtuloftum voru einungis 2 ungi eftir í hreiðrum, fleiri virðast hafa drepist þar sem enginn ungi sást á flugi í nágrenninu og nokkuð var af fullorðnum fuglum í bjarginu.
Í Keflavíkurbjargi voru 26 ungar í 24 hreiðrum af 40. Ungar sáust á flugi við bjargið og einnig sátu nokkrir á sjónum. Ungadauði virðist vera lítill á þessu svæði miðað við annarsstaðar.
Ég geri ráð fyrir að fara einu sinni enn og vakta rituna, en þar sem ungarnir eru orðnir fleygi er ekki lengur sjáanlegt hvaða ungi tilheyrir hvaða hreiðri
Ég fór í Vallnabjarg föstudaginn 7 ágúst, en þar er stærsta ritubyggð á Snæfellsnesi. Ég hef aldrei komið þangað áður og hefði vart trúað því að svona margir fuglar væru á þessu svæði. Þeir skipta þúsundum og þéttleiki er mjög mikill sumstaðar. Það væri áhugavert að taka Vallnabjarg með í vöktun á næsta ári.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.