Þá er hver landvörðurinn á fætur öðrum að tínast heim á vetraslóðir ein og farfuglarnir. Ég er núna einn eftir og verð á Gestastofu vaktinni þar til ég fer í mín vetrarheimkynni sem er Hvanneyri. skólinn byrjaði í síðustu viku, en ég ætla að skrópa í nokkra daga og landvarðast aðeins lengur.
Sumarið er búið að vera frábært og ekki hefur veðrið spillt fyrir. Riturannsókninni er lokið, þótt enn sjáist einn og einn rituungi í björgunum. Það er alltaf jafn undarlegt að ferðast um þjóðgarðinn á þessum árstíma, það ríkir svo mikil kyrrð yfir öllu. Fuglabjörgin hafa þagnað, farfuglarnir eru flestir farnir og einnig túristarnir. Ég fór á Djúpalónsand í morgun og það er í fyrsta skiptið í sumar sem ég er aleinn á þessum vinsælasta viðkomustað í þjóðgarðinum. Það var dásamlegt.
Nú tekur skólinn við í næstu viku og þá er landvörslunni lokið þetta sumarið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.