12.8.2006 | 20:06
Til hamingju hommar og lesbíur
Mesti gleðidagur ársins er nú runnin upp. Það er alltaf góð tilfinning að ganga niður laugaveginn og sjá og upplifa alla gleðina sem ríkir á þessum merkis degi. Ég fyllist þjóðarstolti þegar ég sé allann þennan mannfjölda sem styður okkur hommana og lespíurnar í baráttunni um aukin mannréttindi. Þetta er reyndar ekki nein kröfuganga lengur heldur gleðiganga.
Ég tók mér að sjálfsögðu frí frá landvarða störfunum til að mæta í gönguna sem jafnast ekki á við neina aðra skemtun. En það er ekki öll nótt úti enn því aðal ballið er eftir þar sem Páll Óskar mun halda uppi fjörinu fram á morgun, þannig að það er löng og ströng nótt framundan.
Og svona að lokum I AM PROUD TO BE GAY sjáumst á ballinu
Lífstíll | Breytt 13.8.2006 kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2006 | 13:23
Kyngi mögnuð rómantík
Öll erum við rómantísk og landverðir eru þar engin undantekning. Oftast reynum við sjálf að skapa einhverskonar stemningu til að heilla aðra upp úr skónum. Þá verðum við svo upptekinn að stemningin heppnist að við sjálf förum á mis við að upplifa rómatíkina.
Alvöru rómatík er þegar eithvað gerist óundirbúið og að báðir einstaklingarnir upplifi stemninguna. Eitt það allra rómatískasta ber fyrir augum okkar nánast á hverjum degi (eða næstum því ). Það kostar ekki neitt og engin fyrirhöfn. Ég náði mynd af því og þó ég hafi áður tekið mynd af því þá er alltaf eins og maður sé að sjá það í fyrsta skiptið. SÓLARLAGIÐ
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2006 | 15:05
Akstur utan vega
Það er mjög eftirsóknavert á meðal margra Íslendinga að aka utan vegar. Þetta er stórt vandamál víðsvegar um landið og er eitt leiðinlegasta málið sem landverðir þurfa að glíma við. Oft verða þessi mál að lögreglu máli þó oftast séu málin kláruð á staðnum. Leiðinlegast er að lenda í því að bílstjórinn helli sér yfir mann og segir að það sé ekkért leyfilegt lengur í þessu landi, eða að hann hafi alltaf keyrt hérna og ætli sér að halda því áfram. Ein stærstu og fyrirferða mestu mannvirki í landinu eru akvegr og eru til að afmarka umferð bíla um landið.
Að aka utan vegar er eins og að ganga inn á heimili fólks á skóbroddum sem skilja eftir sig djúp för í parketinu. Þessvegna er ég með flísar í forstofunni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2006 | 17:28
Strandverðir Íslands
Ég leifi mér að kalla mig 2 nöfnum í starfi mínu. Annarsvegar Landvörður og hinsvegar Strandvörður . Mér fellur bæði starfsheitin vel þó óneitanlega virkar seinna heitið meira sexí. Þó ég telji mig ekki þurfa ákveðið starfsheiti til að vera meira sexí en ég er
. Strandvörðurinn kemur auga á ýmislegt á ströndinni. Hvalreki er alltaf spennandi og að fylgjast með því hvað maðkurinn er fljótur að éta upp holdið utan af beinunum. Viðbjóðslega fallega viðbjóðslegt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2006 | 11:57
Flugkennsla við klósettin
Klukkan níu af stað út í þjóðgarðinn í súldar blíðu. flugkennska stendur nú sem hæst í garðinum. Krían er að klára uppeldið á ungum sínum og kennir þeim að fljúga eins og Kríunni er einni lagið. Þær fara með ungana niður að sjó þar sem hafgolan fleitir þeim áfram í loftinu eins og flugdreka. Ungarnir pína sig áfram á eftir foreldrum sínum og kalla hástöfum.... ÉG ER AÐ HRAPA; 'EG GET ÞETTA EKKI¨!! eða eithvað í þá áttina. Algjör krútt með sinn frekjutón eins og við þekkjum þær best.
Það er magnað að fylgjast með þessari flugkenslu og eins gott að hún hepnist vel því margar Kríurnar fljúga alla leið til Ástralíu og til Ísland aftur á nýju vori.
Ekki slæm byrjun á nýjum degi hjá landverði... nema útiklósettin virkuðu ekki og þurfti að koma þeim í stand áður enn alþjóð þrýsti þjóðhnöppum sínum á milli klósettsetanna.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.8.2006 | 16:03
Rebbi mér við hlið
Ég verð að segja ykkur frá einni af mínum miljón gönguferðum sem ég fer hér um þjóðgarðinn þegar ég er í eftirliti.
Ég smurði mér nesti og fór í góða skó. jeppaðist niður að sjó og gekk með fjörunni að Lóndröngum. þar settist ég í flæðarmálið og bragðaði á nestinu míniu og tók upp kíkirinn og skoðaðai fuglana í bjarginu. Sólin skein meira en nokkurtíman áður og öldurnar skullu á klettonum við fætur mér.
Er ég set frá mér kíkinn sé ég yrðling mér við hlið, þetta var ca 3 mánaða gömul tófa sem var sennilega að vonast til að komast í nestið mitt. Þegar ég tók efitr henni var hún einungis í meters fjarlægð frá mér og við horfðumst í augu í daggóða stund. En hún þorði ekki í nestið mitt og trítlaði í burtu.
Ég sauðurinn að sjálfsögðu var ekki með myndavél
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2006 | 12:39
Fyrsta blogfærslan
Loksinser ég orðin blogari. Þetta er bara rosa gaman.
Minn lífstíll þetta sumarið er LANDVARSLA. Það er frábært starf og nokkuð krefjandi. Mæli eindregið með þessu starfi, sérstaklega ef maður vill komast úr borginni eitt sumar til að hlaða battaríið svo auðveldara sé að takast á við borgarstressið
.
Í dag er rólegt í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli þar sem megin hluti landans er á leið á útihátíð um allt. Þannig að þetta verður þægileg og róleg helgi hér hjá okkur landvörðunum. Aðaleg útlendingar sem koma hingað núna enda vita þeir ekki hvað orðið útihátíð eða verlunarmannahelgi þíðir.
Allavega góða helgi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)