4.9.2006 | 16:05
Fyrrverandi sjónvarpssjúklingur
Læknaðist af sjónvarpssýkinni tímabundið í gærkveldi. Ákvað að fara í göngutúr eftir vinnu og keyrði út á Malarrif og gekk áleiðis að Einarslóni í sól og blíðu. Ég hef aldrei gengið þarna áður og þvílík fegur. Ég gekk meðfram ströndinni sem er að mestu háir hraunklettar. Það er greinilega mikið brim á þessu svæði því sjórinn er búinn að rífa klettarveggina í tætlur. Ég tók nokkrar myndir þar sem þið getið séð hvernig þetta lítur út. Ég sá einnig marga litla hella á leiðinni og voru sumir manngengnir. Það er mikið fuglalíf á þessu svæði og sá ég meðal annars toppskarf, dílaskarf, hvítmáf, stelk og margar fleiri tegundir. Einnig er mjög fjölbreytt flóra á þessu svæði og bláber og krækiber sem eru akkurat þroskuð og smökkuðust mjög vel.
Eftir 2 tíma göngu og nokkrar lúkur af berjum hljóp ég að bílnum til að athuga hvað tímanum leið, þá sá ég að þátturinn minn í sjónvarpinu var ekki enn byrjaður svo ég gaf í og brunaði heim.
En gangan var samt mun skemmtilegri en þátturinn í sjóinvarpinu
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2006 | 17:28
Sjónvarpssjúklingur
Ég er stundum algjör sjónvarpssjúklingur og viðukenni það að ég á mjög erfitt með að vera án þess. En það getur líka verið algjör tímasóun að glápa á imbann. Ég komst að því í gærkveldi þar sem ein vinkona mín bað mig að fara heim til sín og líta eftir kisunum hennar. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar þar sem hún er með 20 sjónvarpsstöðvar. Ég ákvað að fresta kvöldgöngunni í þjóðgarðinum þó það hafi veri sól og logn. Eldaði mér mexíkanskt og settist með kisunum við imbann. Klukkan 23:00 komst ég að því eftir 4 tíma gláp að ég hafði í mesta lagi horft í 10 mín. á hverja stöð. semsagt í 4 tíma var ég ekki að horfa á neitt. Það var ekkér spennandi í sjónvarpinu. Ég stóð upp úr sófanum úrillur og dauð þreyttur með sviða í augunum og hausverk.
Ég hefiði betur farið í þessa kvöldgöngu og ég er ákveðin í að gera það í kvöld
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2006 | 10:54
Myndirna loksins komnar
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.9.2006 | 17:45
Snæfellsjökulsþjóðgarður
Ég er búinn að taka miljón myndir hér í þjóðgarðinum í sumar og enn gæti ég tekið miljón í viðbót því það er svo margt fallegt hérna, dýra og jurtalífið hér er ótrúlega fjölbreytt og það er ómögulekta að koma auga á það allt á einu sumri. En hver veit nema maður eigi eftir að vera hér annað sumar, aldrei að vita. Ég setti inn nokkrar myndir í viðbót í myndaalbúmið Sveitalíf. Sjón er sögu ríkari.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2006 | 15:33
Nýr kafli
Jæja þá er landvarða starfið alveg að líða undir lok. Kominn aftur í sveitina og aðeins 12 dagar eftir Þá er bara að takast á við íslenskann vetur í höfuðborginni og gerast aftur miðbæjar rotta. Þetta er búin að vera góð hvíld frá borgarlífinu og mig hlakkar til að fara að vinna aftur sem blómaskreytir.
Alltaf gaman þegar maður getur sett reglulega kaflaskil inn í lífið það er að vera ekki alltaf í sömu vinnunni og búa alltaf á sama stað.... Mér er orðið það nauðsynlegt að geta stokkað reglulega upp í lífi mínu. En sumu vil ég alls ekki breyta. Enda er ég ástfanginn og sé fram á að ég eigi eftir að vera það lengi lengi..... Þakka bara mínum heittelskaða fyrir þolimæðina gagnvart mér
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2006 | 11:35
My date with Drew
Sá frábæra heimildarmynd sem Ameríkani gerði um stefnumótt sitt við Drew Barrymore. Hann ákvað að gefa sér 30 daga til að komast á stefnumótið og fjallar myndin um það hvernig hann fer að því. Ég gerði mér engar vonir með þessa mynd en ákvað samt að taka hana og hún var frábær. Einhver algjör nörd sem er búinn að vera skotin í Drew síðan hann sá hana í ET og heitasta ósk hans vara að komast á stefnumót með henni. Lúggar eins og hver annar fan en þessi gerir frábæra hluti og á endanum....... Segi ekki meir. Verðið að sjá þessa mynd.
Mér persónulega hef alltaf verið heillaður af Drew og finnst hún ein fallegasta og heilbrigðasta kvenstjarnan í Hollywood (Þótt hýr sé ). Og ef það er einhver kvenmaður sem ég gæti hugsað mér að fara á stefnumót með þá gæti Drew sennilega platað mig til þess
.
Ég segi bara.... vegir Guðs eru órannsakanlegir
22.8.2006 | 11:14
Góður dagur
Átti góðan dag í gær í vinnunni og líka eftir vinnu. Þetta var síðasti eða næstsíðasti dagurinn hennar Lindu Landvörð. Við ákváðum að gera eithvað skemmtilegt í tilefni dagsins og fórum því í Stykkilshólm í eina bestu sundlaug á vesturlandi. Þar sinntum við eins og selir heilan kílómeter og lögðumst svo í heitann nuddpottinn og létum alla vöðvabólgur og bakþanka líða úr líkamanum. Fórum svo á Narfeyrastofu og fengum okkur frábærann mat. Mæli hiklaust með þessum stað. Fórum svo í göngu niður á höfn í frábæru veðri. (þetta er farið að hljóma of rómatískt! Unnari er sennilega hætt að lítast á þetta en hann veit að mér verður ekki snúið ).
Stykkilshólmur hefur þessi áhrif á mann mæli með því að allt ástfangið fólk fari í sunnudagsrúnt í Stykkilshólm.
Nú er ég aleinn á Gufuskálum, stelpurnar farnar . Ásta kemur reyndar aftur en aðeins til að leysa mig af í smá frí. Svo verð ég til 12 sept.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2006 | 14:04
Fullkomið starf
Ég er alltaf að leita að draumastarfinu og verð sennilega að því alla ævi. Reyndar þetta starf sem ég er í núna er næstum fullkomið en það er einungis yfir sumartímann T.d dagurinn í dag byrjaði á því að ég vaknaði kl. 8, fékk mér morgunmat og smurði mér nest. Því næst keyrði ég inn í þjóðgarðinn og fór í 2 tíma göngu meðfram ströndinni á milli Hólahóla og Djúpalónsand. Það var 16°c hiti og glampandi sól. Ég var algjörlega einn í heiminum í 2 tíma í ótrúlegri náttúrufegurð. Þetta kalla ég góða byrjun á vinnudegi. Það er nefnilega hluti af starfinu hjá okkur landvörðunum að þekkja sem flestar gönguleiðir um þjóðgarðinn til að geta upplýst ferðamenn um undur Snæfellsjökuls þjóðgarð.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2006 | 12:20
Sveitasæla
Jæja þá er ég kominn í sveitina aftur og það er algjör sæla Farinn frá mínum heitt elskaða enn og aftur
en það er stutt í næsta frí.
Fyrsti vinnudagurinn fór meðal annars í gönguferð um Arnastapa í sól og blíðu og ákváðum við að taka okkur góðan tíma í þá göngu og tína rusl um leið. Það er frekar skrítið að ganga meðfram ströndinni núna þar sem megnið af fuglunum eru búnir að yfirgéfa björgin og flognir í burt á vit nýrra ævintýra. Það er ekki lengur bergmál ritunnar eða gargið í kríunni sem heyrist heldur skvallið í öldunum þegar þær brotna á klettunum og tístið í einstaka ungum sem treysta sér ekki enn til að yfirgefa hreiðrið. Ótrúlegt hvað umhverfið tekur miklum stakkaskyptum eftir árstíðum, fuglarnir þagna um leið og mesti ferðamannatíminn er búinn og fljúga burt af landinu með útlendingunum.
Við landverðirnir vinnum streytulaust áfram og bíðum þess að fyrstu snjókornin falli á Snæfellsnesið og hverfum þá burt á vit nýrra ævintýra. En það er ekki alveg komð að því
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2006 | 10:27
Ísland, best í heimi!
Ólíkt mér þá fór ég í messu í gær í Hallgrímskirkju. Messan var hluti af Hinnsegindögum, þar sem Sr. Pat Burmgardner frá New York kom og predikaði. 6 íslenskir prestar tóku einnig þátt í messunni. Ég hef nú aldrei haft ánægju af því að fara í messu, en í þetta skiptið fannst mér ég í fyrsta skiptið ver virkilega velkominn. Sr. Pat predikaði um mannréttindabrot gagnvart samkynhneigðum í heiminum þar sem hún sagði frá tveim tánings strákum sem voru fangelsaðir, hýddir og að lokum drepnir fyrir að vera ástfangnir af hvor öðrum og lesbíum sem hugðust búa saman en var komið í veg fyrir það með því að drepa þær og þeim hent út í skurð!!!!!!!
Sr. Pat kom til landsins til að taka þátt í Gay Pride göngunni og fannst henni ótrúlegt að ekki voru fleirri lögreglumenn að vakta gönguna til að vernda fólkið gagvart áreiti frá mótmælendum göngunnar og að gangan skyldi ekki vera aðskilinn frá áhorfendum en í staðin tóku allir þátt í henni.
Við erum kominn langt fram úr öðrum þjóðum í réttinfabaráttunni og þroska Og það er bara málið að Ísland er best í heimi