25.5.2007 | 10:45
Hað varð af sumrinu!
Þegar ég mætti á gestastofu í morgun þá sýndi hitamælirinn við innganginn -1°c. Hvað varð af sumrinu sem kom um daginn. Eins og er gengur á með éljum og ég vara að fylgjast með rollu hér fyrir utan með nýfætt lamb. Lambið skalf úr kulda og var að reyna að komast undir ullina hjá rollunni.
En svona er þetta nú á hverju ári, ekkert nýtt fyrir okkur íslendingum. En maður er bara svo fljótur að gleyma. Mæli með að fólk skelli sér bara á skíði á Akureyri um helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 14:54
Bárðarkista
Það er frekar vetrarlegt um að litast í Þjóðgarðinum þessa dagana og fáir ferðamenn á ferli. Það er lítið að gerast á Gestastofu þar sem ég er staddur þessa daganna. Málaði skilti fyrir utan gestastofu í gær og ég hélt að mér mundi aldrei verða hlýtt aftur. Það er ekkert sérstakt að mála í snjókomu
.
En svona til að stytta okkur stundirnar þar til við getum farið út og hlaupið nakin um græna náttúruna, þá ætla ég að segja ykkur frá gullkistu sem er staðsett hér í þjóðgarðinum og engum hefur tekista að opna.
Þið sjáið myndina hér fyrir ofan af fjallinu, hægra megin efst er þessi gullkista sem heitir Bárðarkista. Bárður Snæfellás á þessa kistu og er hún sögð full af gulli. En Sá einn getur opnað þessa kistu sem er getinn af sjötugri mey, hefur einungis lifað á kaplamjólk til 18 ára aldurs og aldrei gert neitt gott.
Svona minnir miga að sagan segir. Svo ef það er einhver þarna úti sem þetta á við þá er gullið hans/hennar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2007 | 13:54
Nýr Stjórnarsáttmáli
Nýr stjórnarsáttmáli þar sem segir að við Íslendingar séum í einstakri stöðu til að vera í forustu í að koma í veg fyrir meiri mengun og sóun á náttúruauðlindum. Er ekki aðeins of seint í rassinn gripið. Síðasta ríkisstjórn er sennilega búin að koma okkur aftar í röðina þannig að við erum ekki lengur einstök og í forustu.
Eftir allar virkjanir og álver sem hafa risið í tíð síðustu ríkisstjórnar og von er á enn fleiri virkjunum og álverum.
Við vorum einu sinni einstök og í forustu, og spennandi verður að sjá hvort nýrri ríkisstjórn tekst að koma okkur aftur þar sem við vorum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 13:26
Á ferðalagi með farfuglum
Þegar ég var á leiðinni hingað á Snæfellsnes frá Seyðisfirði þann 7 maí Var á vegi mínum Helsingjar í Þúsunda tali í Skagafirðinum. Þetta var mögnuð sjón og aldrei hef ég séð svona stórann hóp gæsa á nánast öllum túnum meðfram þjóðveginum í Húnavatnsýslu og Skagafirði.
Helsingi fer um landið á vorin og haustin á ferðalagi sínu frá Bretlandseyjum á varpstöðvar sínar á Grænlandi. Helsingjar staldra við hér á landi til að fylla tankinn, það er bíta gras og bíða hagstæðrar vindáttar sem auðvelda fuglunum ferðalagið langa á áfangastað. Afar sjaldgæft er að Helsingi verpi á Íslandi en hefur þó sést á Breiðafirði og í Skaftafellssýslu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 11:16
Landvörður skriðinn úr vetrarhýði
þá er landvarðarstarfið hafið að nýju hér á Snæfellsnesi. Kom í gær úr Reykjavíkinni eftir ansi erilsama viku og mikið stress. Þannig að það er algjört himnaríki að vera kominn aftur í sveitina þar sem orðið stress þekkist ekki nema á fárra vörum.
Þegar ég skreið framúr í morgunvildi ekki betur til en svo að allt var orðið hvítt af snjó. Bílinn varð ég að skafa og tók mig drjúga stund að finna eitthvað til að skafa með þar sem ég var ekki með vísa kortið á mér
Á leiðinni frá Gufuskálum á gestastofum á Hellnum var mikið krap á veginum þar sem malbikað er þannig að það tók mig drjúga stund að keyra á milli.
Þrátt fyrir snjókomu og 1° hita er vorið komið. Ritan er sest í björgin og krían er að undirbúa varp. Á hverju ári verður maður jafn hissa þegar það fer að snjóa skyndilega en samt gerist þetta á hverju ári. Við erum fljót að gleyma.
Semsagt landvörðurinn er mættur á svæðið og ætlar að vera duglegur að blogga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.11.2006 | 13:43
Innidagur
Það er ekkért betra en óveður á sunnudegi og engin ástæða til að yfirgefa íbúðina. Uppskrift að svona degi er að sofa eins lengi og maður getur, beikon, egg og amerískar pönnukökur með sýrópi í morgun- eða hádegismat, lesa moggann með kaffibolla í hendi, leggjast svo upp í sófa og horfa á framhaldsþætti á DVD. Svona verður dagurinn hjá mér
Annars hef ég alltaf þörf fyrir að sinna að minnsta kosti einu erindi á hverjum degi fyrir utan að blogga. Svo að eftir nokkra tíma eftir að vera búinn að horfa á nokkra þætti þá verð ég eirðalus og verða að sinna þessu erindi, en hvað það verður kemur bara í ljós á eftir Kann ekki að gera ekki neitt í heilan dag.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2006 | 22:07
Byrjaður að blogga aftur
Jæja ég er að mana mig í að byrja aftur að blogga. Það er alltaf svo mikið að gera þegar maður býr í borginni, annað þegar maður var í sveitinni þar sem sólahringurinn virðist vera lengri og nógur tími til að blogga.
Allavega þá er ég orðin miðbæjarrotta aftur og er að vinna í 101 svo að það líða stundum nokkrir dagar án þess að ég fari út fyrir 101 landamærin. Semsagt algjör miðbæjarrotta og líkar það vel.
Er nú á fullu að koma jólunum í gang í búðinni, ekki seinna vænna enda er það þrautinni þyngri og gott væri ef gæti maður unnið allan sólahringinn. Það er ekkért grín að vera blómaskreytir á jólunum, það er mikið púl og langur vinnudagur, en rosa gamann
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2006 | 13:50
Síðasta bloggið frá Snæfellsnesi
Nú styttist í að ég fari heim í höfuðborgina. Síðasti dagurinn á gestastofu. Hér er grenjandi rigning og rok og engir gestir. Þetta er búið að vera frábær tími og ég kem til með að sakna þess. Ég hef fengið aðra sýn á náttúruna, ber meiri virðingu fyrir henni og er hættur að henda tyggjói á jörðina Nú tekur við af móanum, hrauninu og þögninni dásamlega malbikið, traffíkin og háfaðinn. Hvoru tveggja á við mig, þarf að fá góðan skammt af hvoru tveggja.
Ég er búinn að setja myndasyrpu í albúmið. Kveðja til allra frá Snæfellsnesi, sjáumst í borginni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.9.2006 | 11:23
Hvalaæturnar farnar
Ég fór í eftirlit í þjóðgarinn og friðlöndin í 2 daga í vikunni. Það var yndislegt að komast aðeins út af gestastofu enda orðið mjög rólegt þar núna. Ég fór út að Búðum og tók fleiri myndir af hvalnum. Maðkarnir eru farnir og nánast allt skinn og kjöt farið af honum, eithvað af beinunum eru horfin. Ég tók nokkur bein til að hafa til sýnis á gestastofu.
Ég fór líka inn í Rauðfeldargjá þó það sé ekki innan okkar svæðis. Það var frekar óhugnalegt að koma þar vegna þess að minkurinn hefur ráðist á marga fílsunga sem hafa ekki náð fyrsta flugi úr hreiðrinu og dottið niður í gjánna. Ég fór inn í gjánna en þar var ekki þverfóta fyrir dauðum fuglum og mikurinn hefur nagað hausinn af þeim öllum. En nokkrir ungar voru á lífi þarna inni og virtust vera að gefast upp á lífinu vegna þess að ef þeir sjá ekki sjóinn þá geta þeir ekki flogið. Svo ég tók mig til og smalaði þeim út úr gjánni með öskrum og stríðslátum, og það gekk á endanum og urðu fílsungarnir mun hressari og lífsglaðari þegar þeir komust út úr gjánni og sáu sjóinn. Þar með var ég búinn að gera góðverk dagsins eins og sönnum landverði er einum lagið.
Þessa tvo daga sem ég var í eftirlitinu fékk ég mjög gott veður. Við Sæmundur fórum einnig og stikuðum Efstaveg þannig að við erum hálnaðir með hann núna. Það var svolítið erfitt að finna veginn á kafla en með þolimæði og miklu rölti upp og niður hlíðarnar áttuðum við okkur á þessu öllu saman og fundum margar vörður sem voru nánast horfnar.
Nú er ég komminn á geststofu aftur og á von á 20 mann hópi frá Umhverfisstofnun, eins gott að standa sig í mótökunni
P.s. Búin að bæta við myndum frá þessum 2 dögum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2006 | 14:00
Einu sinni var ég streit
Það hringdi í mig um daginn kennari frá grunnskólanum á Akranesi þar sem ég stundaði nám frá 6 ára aldri. Skólinn verður 25 ára á þessu ári og það á að gefa út blað þar sem koma fram krakkar sem voru í þessum skóla (sem heitir Grundaskóli) frá upphafi skólans og ég var einn af þeim. Mér voru sendar spurningar sem ég átti að svara og verða svo byrta í þessu blaði.
Það helltust yfir mig minningar frá þessum árum mínum í skólanum og var ég beðin um rifja upp eithvað eftirminnilegt úr skólanum. Mér datt þá fyrsrt í hug þegar einn kennarinn okkar sem náði aldrei athygli okkar sló svo fast í kennaraborðið að höndin á honum mölbrotnaði svo hann var í gifsi í margar vikur á eftir.
Svo voru það lokaorð, hvernig upplifði ég þessi 10 ári í skólanum. Þau voru fín framan af þar til komið var í gaggó þegar hormónarnir voru komnir á fullt. Það voru verstu árin mín, þó ekki alslæm. Ég var náttúrulega stimplaður gagnkynhneigður átti að haga mér eftir því. Laug að sjálfum mér og öðrum þessi 3 ár og þóttist vera skotin í hinni og þessari stelpu. Engin fræðsla var um samkynhneigð og virtist það ekki vera til þannig að ég var sennilega eini kynvillingurinn á Íslandi. ( eins og það var kallað í kynfræðslubókum á þessum tíma).
Ég tel mig nú hafa sloppið ágætlega frá þessu öllu saman, en fyrstu kynni mín af ástinni var ekki fyrr en ég var orðin 19 ára gamall og fluttur bæði að heiman og frá Akranesi. Ég fór algjörlega á mis við æskuástina. Þessi ár mundi ég ekki vilja upplifa aftur og vonandi eru breyttir tímar í dag og krakkar ekki stimplaðir streit.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)