Tvíburar komnir í heiminn

Elva með tvíburaElva systir eignaðist strák og stelpu 10 mars. Hún var skorinn með keisara og vegnar henni og börnum vel. Stelpan var 12 merkur og strákurinn 8 merkur.

Ég er semsagt orðinn frændi Grin. Ég óska Elvu og Ísleifi innileg til hamingju.


Rétti jólaandinn

systkininVið hittumst mæðginin í Reykjavík og það var komið að jólainnkaupum. Við ákváðum að gera þetta að skemmtilegri stresslausri verslunarferð og sleppa öllum kringlum og stórmörkuðum. Sólin skein þar sem hún rétt náði að senda ljósgeisla sína yfir Bláfjöllin, jörðin hvít og frostrósir á trjánum. Veðrið var nákvæmlega eftir uppskrift.

Byrjuðum daginn á að fara upp í Heiðmörk á jólamarkað sem er þar við Elliðavatn. Þar voru til sölu ýmsir handunnir listmunir eftir hina og þessa. Mæli með þessum markaði. Að því loknu lá leiðin í Hafnafjörðin í jólaþorpið þar sem við fengum okkur heitt súkkulaði og sötruðum það í frostinu á meðan við versluðum.

En svo voru góð ráð dýr þar sem tvær jólagjafir sem átti eftir að kaupa fengust bara í stórmarkaðiBlush jæja þá það, bara tvær gjafir og haldið var af stað í Elkó og Rúmfatalagerinn með hraði og það tók fljótt af.

Til að finna aftur jólaandann fórum við í Hallgrímskirkju þar sem ýmsir kórar voru að syngja jólalög og það tókst. Enduðum svo í leikhúsi um kvöldið eftir dýrindis máltíð á Caruso. Sáum pabbann í óperunni og það var mikið hlegið.

 


Virkja og virkja meira

Virkjun á umhverfisvænni orku er á engan hátt fullkomlega umhverfisvæn. Það sést best á Hellisheiðarsvæðinu þar sem sjónmengun, hávaðamengun og nú er að koma í ljós loftmengun. Það hefur orðið eitt stórt umhverfisslys á Hellisheiðinni. En það er ekki um seinan að bjarga fallegustu náttúruperlunum á þessu svæði sem er á Hengilsvæðinu þar sem fyrirhugað er að virkja.

Höfum við almenningur eitthvað við þessu að segja! Já þetta er landið okkar en ekki Orkuveitunnar. Hvort er okkur meira virði að selja orku út fyrir landsteinana og græða fullt af peningum eða eiga aðeins minna af peningum, nægilega orku fyrir okkur og halda í fleiri náttúruperlurnar.

Græðgin í peninga er orðin svo gríðarleg að það stór sér á landinu okkar á aðeins örfáum árum. Er ætlunin með þessari peningagræðgi að gera okkur Íslendinga hamingjusamari!

Peningar gera mig ekki hamingjusaman, ég er hamingjusamur að búa í fallegu og mengunarlitlu landi þar sem lífsgæðin er enn með þeim bestu í heimi. Eigum við ekki að einbeita okkur að því en ekki að vaða áfram í blindni. Meta það sem við höfum og gera gott úr því.


mbl.is Meta þarf hvort setja eigi hreinsibúnað á virkjanir á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta lota búinn

Síðasta prófið í morgun í fyrri lotu af haustönn. Ef ég næ stærðfræðinni þá get ég alltTounge  Nú er bara að fara að vinna til að bæta upp námsláninn þangað til skólinn byrjar aftur eftir helgi. Maður verður að halda sér í æfingu í blómabransanum svo að síðasta nám fari ekki algjörlega fyrir bí. það sem átti að verða að ævistarfi mínu í það skiptið. Nú er það umhverfisfræðin, hvað verður það næst? Hvað verður það á endanum, kannski bara eilífðarstúdent. En þá eignast ég aldrei rollsinn minn og 500 fermetra íbúðina mína eins og hinir. Naaa ég vil frekar vera hamingjusamur. 

Aftur í sveitina

Jæja nú er ég kominn aftur í sveitina, þ.e. í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri að læra Umhverfis og náttúrufræði. Búinn að fá herbergi á staðnum þannig að ég þarf ekki lengur að keyra á mill Reykjavíkur og Hvanneyri. En ég kem nú til með að flakka eithvað á milli þar sem ég verð að vinna eithvað, ekki duga fjan....Angry  námslánin mér.

Einn og yfirgefinn

FlottastrirÞá er Unnar farinn á vit örlaganna nánar tiltekið til London í Leiklistarnám. Hann fór í morgun og ég er strax farinn að sakna hans. Nú er bara að vera sterkur og reyna að gleyma sér í náminu. En þetta á eftir að taka á þó við séum nokkuð sjóaðir í að vera í burtu frá hvor öðrum þá er þetta öðruvísi þar sem Unnar er í öðru landi.

En okkur mun takast þetta og ég er viss um að þetta mun styrkja sambandið.


Þá er komið að kveðjustund

við gatklett á DjúpalóniSíðasti dagurinn í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Þetta er búið að vera gott sumar og veðrið hefur ekki spillt fyrir. En þegar ég keyrði fyrir jökul í morgun var beljandi rigning og rok. Aðra sögu er að segja um veðrið í gær, sól og blíð. Eftir vaktina á Gestastofu í gærkveldi fór ég í kveðju göngutúr og gekk út á Svalþúfu og niður að Lóndröngum í blanka logni og sól. Það var dýrlegt og fer ég héðan í sátt. Hver veit nema maður verði hér aftur næsta sumarSmile

Hvernig kemst ég á jökulinn

Sprunginn jökullAlgengasta spurningin sem við landverðirnir fáum. Hingað kemur fólk alstaðar að úr heiminum til þess eins að fara á jökulinn. Einn túristinn hringdi í okkur og spurði hvar gatið að miðju jarðar væri á jöklinum. En samkvæmt skáldsögunni Leyndardómar Snæfellsjökuls - för í iður jarðar eftir franska rithöfundinn Jules Verne (1828- 1905) segir frá tveimur Þjóðverjum sem fara í fylgd Íslendings um gíg Snæfellsjökls að iður jarðar.

Fólk verður oft fyrir vonbrigðum þegar það kemur hér og ekki sést í jökulinn svo dögum skiptir og þá spyr það klukkan hvað sýnir jökullinn sig. Við mælum ekki með því að fólk fari á jökulinn seinnipart sumars eða í ágúst og september. Þá er jökullinn orðinn mjög sprunginn og ekki glóra í því að fara. Ekki er alltaf hlustað á okkur og ekki getum við bannað fólki að fara á jökulinn.

En ætti það ekki bara að vera bannað! eða hvað... Sundsprettur á Djúpalóni

Náði myndum af fólki að baða sig á Djúpalónsandi um daginn eftir að Linda landvörður var búinn að ráðleggja þeim að synda ekki á þessum stað þar sem það er mjög aðdjúpt og mikið sog. En þau létu sér ekki segjast. Í fyrra fór hópur af skólafólki í ferð með leiðsögn niður á Djúpalónsand þegar ein aldan hrifsaði til sín einn úr hópnum og var naumlega bjargað af einum starfsmanni þjóðgarðsins.

Allur er varinn góður og það er hluti af okkar starfi hér í þjóðgarðinum að upplýsa fólk um hætturnar en það bara dugar ekki alltaf til.

 


Stæltur landvörður

DjúpalónsandurNú fer að líða undir lok landvarðastarfsins hér í Þjóðgarðinum Snæfellsjökull. Eitt af okkar síðustu verkefnum var að setja upplýsingaskilti á Djúpalónsand um steintök sem eru þar staðsett.

Djúpalónsandur er einn vinsælasti viðkomustaðurinn í þjóðgarðinum og vekja Aflraunasteinar eða Steintökin mikla athygli. Það eru gamlar minjar um sjómennsku í Dritvík. Steinarnir eru 4 og allir mis þungir. Amlóði er 23 kg, hálfdrættingur 54 kg, hálfsterkur 100 kg og fullsterkur 154 kg. Til að gerst skipsrúmgengur á bát frá Dritvík varstu að geta lyft hálfdrættingi og ef þú gast lyft fullsterkum varstu gerður að formanni á einhverjum bátnum.

Skiltið komið upp

Alltaf eru að bætast við upplýsingaskilti í þjóðgarðinum og við landverðirnir erum lík búin að vera dugleg að stika gönguleiðir þannig að það er um margar leiðir að velja.

Nú erum við bara tveir landverðir eftir en Linda fór í gær. Þetta er búið að vera frábært sumar og veðrið eins og best verður á kosið. Það var met aðsókn í gönguferðirnar hjá okkur og mun meira af fólki kom á Gestastofu nú í sumar en í fyrra.

Ég ætla nú ekki alveg að kveðja strax héðan kem vonandi með eitt kveðjublogg í viðbót.Wink


BTCV kvaddir

BTCV kvaddirÍ gærkveldi var okkur landvörðunum boðið í kveðjupartí hjá BTCV. Það eru sjálfboðaliðar frá Bretlandi sem hafa verið að vinna í þjóðgarðinum í 2 vikur. Þeir buðu upp á pitsur og öl. Veðrið var stórkostlegt og borðuðum við úti og sátum þar til miðnættis. Við horfðum á sólsetrið og eftir þá sáum við norðurljósin. það var alveg magnað, sérstaklega fannst Bretunum það.

Það sem þeir voru að vinna að í þjóðgarðinum vara að gera tröppur í göngustíginn upp á Saxhól, Setja niður staura við Beruvík og Saxhólsbæinn. Á þessa staura verða svo sett fræðsluskilti um búsetu á þessum svæðum.

 

Hleðsla við Gufuskálavör

Eitt af aðalverkefni BTCV var að hlaða vegg við Gufuskálavör. Á veggin á svo að setja fræðsluskilti um gamla Gufuskálabæinn og útgerðina sem var þar. Veggurinn kemur mjög vel út, eins og fagmaður hafi verið að verki.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband