Rétti jólaandinn

systkininVið hittumst mæðginin í Reykjavík og það var komið að jólainnkaupum. Við ákváðum að gera þetta að skemmtilegri stresslausri verslunarferð og sleppa öllum kringlum og stórmörkuðum. Sólin skein þar sem hún rétt náði að senda ljósgeisla sína yfir Bláfjöllin, jörðin hvít og frostrósir á trjánum. Veðrið var nákvæmlega eftir uppskrift.

Byrjuðum daginn á að fara upp í Heiðmörk á jólamarkað sem er þar við Elliðavatn. Þar voru til sölu ýmsir handunnir listmunir eftir hina og þessa. Mæli með þessum markaði. Að því loknu lá leiðin í Hafnafjörðin í jólaþorpið þar sem við fengum okkur heitt súkkulaði og sötruðum það í frostinu á meðan við versluðum.

En svo voru góð ráð dýr þar sem tvær jólagjafir sem átti eftir að kaupa fengust bara í stórmarkaðiBlush jæja þá það, bara tvær gjafir og haldið var af stað í Elkó og Rúmfatalagerinn með hraði og það tók fljótt af.

Til að finna aftur jólaandann fórum við í Hallgrímskirkju þar sem ýmsir kórar voru að syngja jólalög og það tókst. Enduðum svo í leikhúsi um kvöldið eftir dýrindis máltíð á Caruso. Sáum pabbann í óperunni og það var mikið hlegið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hljómar ekkert smá vel :)  - en svona allt verður víst bara að gerast eftir 21. des hjá mér

jólakveðja

Linda 

Linda Björk (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband