Færsluflokkur: Bloggar
12.6.2008 | 15:41
Norrænn dagur villtra blóma
Sunnudaginn 15 júní er norrænn dagur villtra blóm og verður boðið upp á gönguferðir í tilefni dagsins víð um land og meðal annar hér í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Ég verð leiðsögumaður í þessari ferð, lagt verður af stað frá Rauðhól kl. 14:00 og gengið verður í ca 2 tíma. Meiningin er kynna nokkrar tegundir blóma sem vaxa á þessu svæði og eru í blóma á þessum árstíma, fjalla um nytjar og þjóðtrú tengdar ýmsum plöntum. En aðal atriðið er að njóta útiverunnar og fegurð flóru Íslands.
Í gær var ég að blogga um lúpínuna sem er innflutt tegund og notuð í uppgræðslu hér á landi. Íí þjóðgarðinum var henni plantað sem skrautplöntu af einstaklingum sem ætluðu hana til skrauts, en svo fór hún að dreifa sér um svæðið og er það þess vegna nauðsynlegt að útrýma henni úr þjóðgarðinum svo hún dreifist ekki yfir annan gróður sem er í garðinum af náttúrulegum ástæðum. Tilgangur með friðun svæða er að það haldist í sinni náttúrulegri mynd og að rask verði sem mynnst af manna völdum. Þótt lúpínan sé falleg þá á hún ekki heima allstaðar og tel ég því rétt að henni verði úthýst úr þjóðgarðinum.
Ég hvet alla til að mæta í gönguna á sunnudaginn og endilega að taka með sér plöntuhandbók og stækkunargler ef þess er kostur. Hlakka til að sjá ykkur!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2008 | 13:06
Í stríði við lúpínuna
Í dag er sól og blíða í þjóðgarðinum og nýt ég þess að ver útivið í dag. Verkefni dagsins er meðal annars að hrein´sa burt lúpínubreiðu sem við erum að berjast við í garðinum. Ég fékk gott ráð frá einum sætum líffræðingi í Háskóla Íslands sem tjáði mér það að slíta lúpínuna þegar hún er í fullum blóma, þá leggur plantan alla orku í blómgun og rótarvöxtur er þá lítill og plantan er mun lausari í jarðveginum þannig að mögulega nær maður lúpínunni upp með rótum. Það gekk eftir, þó ekki hafi ég náð nema hluta breiðunnar með rótum.
Annars ætla ég að drífa mig út aftur og fara í viðhald á skiltum sem eru hér og þar um þjóðgarðinn, svo þarf ég að fara að undirbúa blómagönguna sem ég verð með á sunnudaginn og ég hvet alla til að koma, það verður rosalega gaman og spáð sól og blíðu, gangan byrjar klukkan 2.
Sjáumst!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2008 | 14:11
Strandganga í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli
Þá hefst landvarðabloggið aftur eftir langt vetrarfrí. Nú er komið að þriðja sumrinu mínu hér á Snæfellsnesi. Það er alltaf jafn ljúft að koma hingað aftur, er eins og að skríða úr vetrarhýði.
Í gær laugardag var afarið í fyrstu göngu sumarsins, en það var strandganga sem er framhald af 2 strandgöngum sem var farið í fyrra sumar. Planið er að ganga alla ströndina í þjóðgarðinum í pörtum á nokkrum sumrum. Í gær var gengið frá Þórðarkletti að Skálasnaga. Leiðsögumenn voru Sæmundur Kristjánsson sem sagði frá sögu svæðisins og Tómas Gunnarsson fræddi okkur allt um fugla.
Það var margt að sjá í þessari ferð, og sáum við meðal annars himbrima, straumendur, toppskarfa., lunda og aðra algengari fugla. Einnig komum við auga á tófu sem var að spóka sig í Öndverðanesi að leita sér að æti, tófan skaut reglulega upp kollinum og fylgdi okkur eftir í þó nokkurn tíma og var þá ákveðið að skilja eftir smá sláturbita handa henni og þakkaði hún fyrir með því að spangóla fyrir okkur. Við fengum blíðskaparveður mest allan tíman nema rétt í lokin kom slagveður sem var nú bara hressandi. Gangan tók 5 tíma og var með þeim skemmtilegri sem hafa verið farnar í þjóðgarðinum svo ekki missa af næstu strandgöngusem er 3 júlí. Göngurnar hjá okkur kosta ekki neitt og er hægt að nálgast dagskrá sumarsins á vefnum ust.is undir þjóðgarðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2008 | 12:10
Íbúðin í rúst eftir jarðskjálftann
Ég var staddur rétt hjá Hellu í jarðfræðiferð að fræðast um hamfarir þegar jörðin fór að nötra. Við sátum út í móa og það var eins og að vera staddur um borð í bát þegar jarðskjálftinn reið yfir. Leiðin lá í átt að Selfossi þannig að ég fór út þar til að athuga hvort ekki væri í lagi með hana ömmu sem býr þar. Þegar ég kom til hennar sat hún úti ásamt nágrönnunum enda var fólki ráðlagt að vera utan dyra. þegar inn var komið blasti þessi sjón við mér, allt á rúg og stúi. Í stað þess að fara með bekkjarfélögunum í bæinn varð ég eftir hjá ömmu og hjálpaði henni að hreinsa til eftir skjálftann. Það brotnaði mikið en til allra hamingju var amma heil á húfi.
Þetta var mjög sérstakur endir á jarðfræðiferð, þar sem við vorum frædd um jarðskjálftasvæðið á suðurlandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2008 | 22:58
Tvíburaskírn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2008 | 21:45
Til hamingju með afmælið Lilla frænka
Til hamingju með afmælið Lilla frænka. Það er alveg sama hvað þú átt mörg afmæli þá virðist þú ekki eldast neitt, alltaf jafn ungleg og falleg eins og allir eru í fjölskyldunni okkar.
Ég sit hér við tölvuna a Hvanneyri og er að læra undir próf og þá komst þú allt í einu upp í hugann á mér og ég leit á dagatalið og þar blikkaði talan "5" jamm hún á afmæli í dag.
Enn og aftur til lukku með daginn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 16:08
Flensan kemur frá Kína
Alltaf að læra eitthvað nýtt! Var semsagt að fræðast um það að flensuveiran á upptök sín í Suður Kína. Verður til þar vegna blöndunar dýra og mannaleifa, semsagt ef þessar leifa komast í snertingu við hvort annað verður til flensa sem dreifist svo um heiminn. Svipaðar aðstæður eru líkast til ekki til annarsstaðar í heiminum.
Þá vitið þið það þetta er Kínversk veira sem flest okkar smitumst af reglulega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2008 | 23:28
Svepprót
Ég á nú að vera að skrifa ritgerð en ekki að hanga hér á blogginu. En hvað um það, ég er semsagt að skrifa um svepprætur og vitið þið hvað það er? Það eru rætur plantna og sveppir sem lifa í sambýli og njóta góðs hvert af öðru. Um 80% plantna á jörðinni mynda þetta sambýli svo að hvor aðilinn eigi auðveldara með að lifa af. Plantan gefur sveppnum að borða og sveppurinn hjálpar plöntunni að nálgast næringarefni í jarðveginum sem hún á annars erfitt með að ná í, eins auðveldar sveppurinn plöntunni að ná í vatn og vera hana gegn ýmsum sjúkdómum og og öðrum skaðvöldum.
Er þetta ekki dásamlegt, þetta getum við lært af jurtaríkinu að samvinna og gott samlífi auðveldar okkur lífið.
Semsagt elska skalt þú náunga þinn og virða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2008 | 20:47
Framhaldsaga af Tvíburum
Þá eru tvíburarnir komnir heim eftir 3 vikur á vökudeild. Allt hefur gengið eins og í sögu og allir mjög fegnir að vera loksins komin heim eftir langa dvöl í höfuðborginni. Það var farið með flugi í dag til Egilstaða úr sól og vorblíðu í Reykjavík í vetrarríkið á austfjörðum þar sem ekið var í gegnum snjógöng á fjarðarheiði sem var ný búið að opna fyrir umferð.
Eins gott að tvíburarnir fengu snjógalla í fæðingagjöf frá 66°N
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2008 | 10:54
Tvíburarnir braggast vel
Tvíburarnir hafa það gott og braggast vel. Þeir eru enn á spítala og verða þar fram yfir páska. Elva hefur það fínt og eru ferðirnar tíðar á spítalann hjá þeim hjónum. Strákurinn er farinn að drekka brjóstamjólk á fullu en stelpan er latari við það.
Nýbökuð amma Gugga ræður sér vart fyrir kæti og er að springa úr stolti og stjanar við þau hjónin. Semsagt allt gengur eins og í sögu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)