Færsluflokkur: Bloggar
11.8.2008 | 14:28
Vís mér á berjamó
Þegar ég kom út í morgun fann ég ilminn af haustinu, þótt enn sé hlýtt og sól dag eftir dag þá verður frekar kalt á nóttunni. Ég og Smári fórum í berjamó um daginn sem var algjör tilviljun. Við voru að sjálfsögðu í vinnunni í venjubundnu eftirliti og ákváðum að aka inn einn afleggjar sem við höfðum hvorugir farið áður. Við enda afleggjarans blasti við okkur gjörsamlega svartar brekkur af aðalbláberjum, við upplifðum það næstum eins og að við hefðum fundið gull. Við vorum ekki lengi að koma okkur út úr bílnum og kepptumst við að fylla poka af berjum sem annars á að fylla af rusli. Eftir hálftíma stopp vorum við alsælir og berjabláir um munnvikið. Ég hef aldrei á ævinni séð eins mikla berjasprettu af aðalbláberjum. Að sjálfsögðu get ég ekki sagt ykkur hvar þessi leynistaður okkar er, enda eigum við eftir að fara þarna aftur með fötur og tína enn meira. En nóg er af berjum í þjóðgarðinum svo þú lesandi góður ert velkomin í garðinn og ég skal vísa þér á berjamó alstaðar annarstaðar.
Ein sú planta sem heldur fegurð sinni allt sumarið er þjóðarblómið okkar holtasóley, sem við köllum núna þegar líður á haustið hárbrúðu og ef þið munið ekki hvað laufblöðin heita þá heita þau rjúpnalauf og rótin stundum kölluð þjófarót.
vís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2008 | 17:14
Snæfellsjökull hopar!
Snæfellsjökull hopar hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2008 | 16:41
Stórfjölskyldan í heimsókn!
Það er búið að vera mikill gestagangur hjá mér hér á nesinu í sumar sem er búið að vera dásamlegt. Hákon, Íris og Arnór komu hér um miðjan júlí og voru hjá mér í tvær nætur. Skúli og fjölskylda komu frá Noregi og leigðu íbúð á Gufuskálum. Steinar og Júlía kom líka með krakkana sína og að sjálfsögðu Lilla og Milli, aðal stuðboltarnir! Þau voru hér öll yfir verslunarmannahelgina.
Ég var svo heppinn að ég var gerður að brunaverði á Gufuskálum á meðan staðarhaldari fór í frí og í staðinn fékk ég aðgang að leikherbergi sem hefur púlborð, píluspjald og flottar sjónvarps og hljómflutningsgræjur. Að sjálfsögðu notuðum við okkur aðstöðuna og héldum smá partí.
Ég setti inn smá myndasyrpu sem þið getið skoðað í albúminu fjölskyldan, góða skemmtun!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2008 | 12:40
Fluttur úr borg í sveit!
Þá er ég fluttur úr höfuðborginni í sveitina á Hvanneyri. Það er spurning hvað maður endist lengi utan höfuðborgasvæðisins en það verð ég að gera að minnsta kosti næstu 2 árin, eða þar til ég klár BS námið á Hvanneyri. Þvílíkt magn af drasli sem maður nær að sanka að sér, það sést best þegar maður safnar því öllu samann á einn stað, alltaf er maður jafn hissa, þó ég hafi nú ansi oft flutt um ævina.
Ég fékk fína íbúð á Hvanneyri á annarri hæð með útsýni yfir fjöllin þar í kring. Ekki er hún stór en ég get nú samt boðið ykkur í mat og jafnvel haldið smá partí Ég á eftir að sakna vesturbæjarins alveg gríðarlega, það er gott að búa þar, en hver veit nema maður flytji þangað aftur eftir námið á Hvanneyri!!?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2008 | 13:46
Karlinn sér um uppeldið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2008 | 16:40
Lífið í Þjóðgarðinum
Sandaragleðinn fór vel fram og gekk listasmiðja þjóðgarðsins mjög vel og vakti mikkla lukku. Fullt af krökkum komu til okkar og gerðu listaverk úr afurðum úr fjörunni.
Við Guffsarar, eins og við köllum okkur núna sem búum á Gufuskálum létum nægja að halda partí í heitapottinum á Gufuskálum, en Guðrún landvörður bauð okkur í pottapartí og slepptum við öllu ballstandi á Sandi enda vinnudagur daginn eftir.
Á sunnudeginum var ég með göngu á Búðum og mættu þar 2 Þjóðverjar og 2 Íslendingar, ég var búinn að gera ráð fyrir að enginn mundi mæta þar sem veðrið var frekar blautt. En gangan var fín og allir glaðir, blautir, ferskir og að sjálfsögðu mun fróðari eftir leiðsögn Hákons ofurlandvörðs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.7.2008 | 12:58
Sandaragleði
Nú stendur yfir Sandaragleði á Hellisandi þar sem gamlir og ungir Sandarar og Rifsarar hittast og gleðjast saman. Við landverðirnir tökum að sjálfsögðu þátt í gleðinni og verðum með lystasmiðju á laugardeginum. Þar bíst krökkum að gera listaverk úr öllu því sem finna má í fjörunni.
Í gærkveldi fórum við í fiskisúpu í gamla frystihúsinu á Sandi. Guðrún Lára sérfræðingur hér í þjóðgarðinum spilaði undir borðhaldi á gítar og flutti bæði frumsamin og þekkt íslensk sem erlend lög. Það var fjöldinn allur af fólki og í dag verður framhald á gleðinni með ýmsum uppákomum. Í kvöld verður svo slegið upp balli og hver veit nema við landverðirnir mætum á svæðið.
Annars er farið að rigna núna eftir margra daga blíðu. Við Anna vorum með barnastund á Arnastapa í morgun og mætti eitt barn með foreldrum sínum í ausandi rigningu. En við létum það ekki á okkur fá og fórum í nokkra leiki og fengum foreldrana til að taka þá í því með okkur.
Nú ætlum við að drífa okkur aftur á sand og taka á móti fleiri krökkum í Listasmiðju þjóðgarðsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2008 | 17:58
Margt um að vera í þjóðgarðinum
Það er kominn tími til að ég bloggi aðeins um landvaraða starfið hér í þjóðgarðinum. Það er háannatími núna og í nógu að snúast. Fastar göngur sumarsins byrjuðu um síðustu helgi, þær eru 4 í hverri viku til 14 ágúst. Ég fór í fyrstu gönguna í gær sem var á Svalþúfu og mættu þar fjórir útlendingar, eldriborgarar sem fóru hægt yfir þannig að gangan tók 2 tíma í stað eins. En þetta var skemmtilegt fólk og ekki hægt að kvarta yfir því. Það var reyndar mjög hvasst og urðum við að sitja við fuglaskoðunina svo við blésum ekki á haf út. Ég verð svo með tvær göngur um helgina ásamt barnastund á Arnastapa svo það er um að gera að koma á nesið um helgina og fara með mér í göngur um Arnastapa og Hellna á laugardaginn og Búðir á sunnudaginn.
Þegar ég var að ganga á milli Arnastapa og Hellna sá ég þennan svartbak með 3 unga. Það er alveg sama hversu oft maður gengur þarna á milli þá sér maður alltaf eitthvað nýtt. Eitt skiptið sáum við hvali á svamli rétt fyrir utan klettana. Þetta er ein af skemmtilegustu gönguleiðunum hér á nesinu, maður fær aldrei lið á að ganga þarna á milli.
Hér komu að heimsækja okkur starfsfólk þjóðgarða og friðlýstra svæða í Bretlandi, 18 manns. Guðbjörg tók á móti þeim á gestastofu og var svo farið með þau að borða í Fjöruhúsinu þar sem ég fékk að fylgja með. Ég fór svo með fólkið í göngu á Svalþúfu og niður að Lóndröngum og á Djúpalónsand. Við fengum frábært veður og voru þau alsæl með ferðina.
Nú er rigning en blanka logn og 16°c, við erum að fara í kvöldgöngu með ströndinni sem tekur um 3 tíma. Sæmundur er leiðsögumaður og verður lagt af stað kl 19:00 frá Beruvík og gengið að Hólavogi. Ég held það muni stytta upp en þetta er langþráð rigning þar sem allur gróður er farinn að skrælna svo við fögnum henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 20:04
Sólstöðuganga á Snæfellsjökul
Föstudaginn 20 júní buðum við í þjóðgarðinum upp á sólstöðugöngu á Snæfellsjökul. Snævarr Guðmundsson var leiðsögumaður og naut hann aðstoðar okkar landvarða. Rúmlega 100 manns komu í gönguna, og veðrið var stórkostlegt og nánast heiðskýrt. Gangan gekk mjög vel en nokkuð var um sprungur á leiðinni og nokkrar það stórar að lósa þurfti fólk yfir þær. Þegar á toppinn var komið fóru nokkrir upp á strýtuna sem er hæsti hluti jökulsins, það var ansi bratt og snjórinn vel frosinn en við létum okkur hafa það og adrenalínið fór í botn, en tilfinningin að standa þarna uppi og sjá allt nesið kringum jökulinn var magnað.
Eina sem skemmdi fyrir í göngunni var að mikil sjósleðaumferð var upp á jökulinn og af því hlaust óþoland hávaði og bensínfnykur, upplifunin var ekki eins skemmtileg eins og ef maður fengi að njóta kyrrðarinnar og hreina fjallaloftið. vonandi verður í framtíðinni gangandi fólki á jöklinu gert jafnt undir fæti og vélsleðamönnum, þ.e. að hægt verði að ganga á jökulinn án umferðar vélknúinna faratækja. Spurning um að hafa vélalausa daga nokkrum sinnum á ári.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2008 | 16:26
Refaferð og sólstöðuganga
Það er ýmislegt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast, þar á meðal fórum við í refaskoðunarferð á laugardaginn í blíðskapar veðri út í Öndverðanesi. Það mættu 14 manns og við komum auga á tófu sem var í greni sínu. Yrðlingarnir eru ekki orðnir nógu stórir til að fara út úr greninu, en tófan gægðist út.
Við skoðuðum um leið minjar um búsetu á þessu svæði og það sem er mjög merkilegt að skoða þar eru kjalför sem sjást í klettunum í fjörunni eftir margra aldar útræði frá þessu svæði. Kjalförin hafa myndast þegar bátarnir voru dregnir á land.
Einnig fórum við í hellir sem er kallaður brugghellir vegna þess að á Öndverðanes bænum bjó maður sem bruggaði vín og á bannárunum og seldi til útlenda fiskimanna í skiptum við annan varning. Vitað var að þessi maður bruggaði en hellirinn fannst aldrei þannig að ekki var hægt að kæara hann.
Á sunnudeginum var svo farið í blómaskoðunarferð sem gekk mjög vel. Það var rigning rok um morguninn en stytti svo upp rétt áður en lagt var af stað.
Næst á dagskrá hjá okkur í þjóðgarðinum er jökulganga á föstudaginn á sumarsólstöðu. Lagt verður af stað frá jökulhálsinum kl 21:00 og gert ráð fyrir að vera komin upp um miðnætti og horft á sólsetrið. Snævarr Guðmundsson fjallaleiðsögumaður mun leiða gönguna ásamt landvörðum. Mæli með að þú lesandi góður mætir á föstudaginn og sláist í hópinn, þetta kostar ekki neitt. Nánari upplýsingar er hægt að fá á Gestastofu þjóðgarðsins í síma 436 6888.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)