Snæfellsjökull hopar!

Snæfellsjökull Mikið hefur verið fjallað um Snæfellsjökul í fjölmiðlunum undanfarið. Jökullinn er að hopa og hefur sjálfsagt bráðnað mikið núna í sumar þar sem það hefur verið mjög hlýtt undanfarið. Við landverðirnir hér í þjóðgarðinum höfum fylgst vel með þróuninni og ekki vil ég meina að hann sé nánast horfinn og orðin að snjóskafli eins og sagt er í fréttinni á mbl. Þegar jökullinn er myndaður virkar hann mis stór eftir því frá hvaða sjónarhorni myndin er tekin. Þessa mynd tók ég í morgunn og er hún tekin á Hellnum. Hann er aðeins stærri en snjóskafl frá þessu sjónarhorni og ef farið er norðan megin við hann sést enn meira af jöklinum. Myndin sem sýnd er í fréttinni er tekin nákvæmlega þar sem minnst sést í jökulinn og í raun sést nánast ekért í hann heldur er þetta bara snjóskafl!
mbl.is Snæfellsjökull hopar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband