4.8.2008 | 12:40
Fluttur úr borg í sveit!
Þá er ég fluttur úr höfuðborginni í sveitina á Hvanneyri. Það er spurning hvað maður endist lengi utan höfuðborgasvæðisins en það verð ég að gera að minnsta kosti næstu 2 árin, eða þar til ég klár BS námið á Hvanneyri. Þvílíkt magn af drasli sem maður nær að sanka að sér, það sést best þegar maður safnar því öllu samann á einn stað, alltaf er maður jafn hissa, þó ég hafi nú ansi oft flutt um ævina.
Ég fékk fína íbúð á Hvanneyri á annarri hæð með útsýni yfir fjöllin þar í kring. Ekki er hún stór en ég get nú samt boðið ykkur í mat og jafnvel haldið smá partí Ég á eftir að sakna vesturbæjarins alveg gríðarlega, það er gott að búa þar, en hver veit nema maður flytji þangað aftur eftir námið á Hvanneyri!!?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.