Vís mér á berjamó

HárbrúðaÞegar ég kom út í morgun fann ég ilminn af haustinu, þótt enn sé hlýtt og sól dag eftir dag þá verður frekar kalt á nóttunni. Ég og Smári fórum í berjamó um daginn sem var algjör tilviljun. Við voru að sjálfsögðu í vinnunni í venjubundnu eftirliti og ákváðum að aka inn einn afleggjar sem við höfðum hvorugir farið áður. Við enda afleggjarans blasti við okkur gjörsamlega svartar brekkur af aðalbláberjum, við upplifðum það næstum eins og að við hefðum fundið gull. Við vorum ekki lengi að koma okkur út úr bílnum og kepptumst við að fylla poka af berjum sem annars á að fylla af rusli. Eftir hálftíma stopp vorum við alsælir og berjabláir um munnvikið. Ég hef aldrei á ævinni séð eins mikla berjasprettu af aðalbláberjum. Að sjálfsögðu get ég ekki sagt ykkur hvar þessi leynistaður okkar er, enda eigum við eftir að fara þarna aftur með fötur og tína enn meira. En nóg er af berjum í þjóðgarðinum svo þú lesandi góður ert velkomin í garðinn og ég skal vísa þér á berjamó alstaðar annarstaðar.

Ein sú planta sem heldur fegurð sinni allt sumarið er þjóðarblómið okkar holtasóley, sem við köllum núna þegar líður á haustið hárbrúðu og ef þið munið ekki hvað laufblöðin heita þá heita þau rjúpnalauf og rótin stundum kölluð þjófarót.

vís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er forvitin á að vita hvaða slóði þetta var - ekki útaf berjunum þar sem ég borða þau ekki en bara vegna staðarins :)

Linda landverja (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband