Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ísland, best í heimi!

Ólíkt mér þá fór ég í messu í gær í Hallgrímskirkju. Messan var hluti af Hinnsegindögum, þar sem Sr. Pat Burmgardner frá New York kom og predikaði. 6 íslenskir prestar tóku einnig þátt í messunni. Ég hef nú aldrei haft ánægju af því að fara í messu, en í þetta skiptið fannst mér ég í fyrsta skiptið ver virkilega velkominn. Sr. Pat predikaði um mannréttindabrot gagnvart samkynhneigðum í heiminum þar sem hún sagði frá tveim tánings strákum sem voru fangelsaðir, hýddir og að lokum drepnir fyrir að vera ástfangnir af hvor öðrum og lesbíum sem hugðust búa saman en var komið í veg fyrir það með því að drepa þær og þeim hent út í skurð!!!!!!!

Sr. Pat kom til landsins til að taka þátt í Gay Pride göngunni og fannst henni ótrúlegt að ekki voru fleirri lögreglumenn að vakta gönguna til að vernda fólkið gagvart áreiti frá mótmælendum göngunnar og að gangan skyldi ekki vera aðskilinn frá áhorfendum en í staðin tóku allir þátt í henni.

Við erum kominn langt fram úr öðrum þjóðum í réttinfabaráttunni og þroska Og það er bara málið að Ísland er best í heimi Svalur


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband