Færsluflokkur: Sjónvarp

Sjónvarpssjúklingur

Ég er stundum algjör sjónvarpssjúklingur og viðukenni það að ég á mjög erfitt með að vera án þess. En það getur líka verið algjör tímasóun að glápa á imbann. Ég komst að því í gærkveldi þar sem ein vinkona mín bað mig að fara heim til sín og líta eftir kisunum hennar. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar þar sem hún er með 20 sjónvarpsstöðvar. Ég ákvað að fresta kvöldgöngunni í þjóðgarðinum þó það hafi veri sól og logn. Eldaði mér mexíkanskt og settist með kisunum við imbann. Klukkan 23:00 komst ég að því eftir 4 tíma gláp að ég hafði í mesta lagi horft í 10 mín. á hverja stöð. semsagt í 4 tíma var ég ekki að horfa á neitt. Það var ekkér spennandi í sjónvarpinu. Ég stóð upp úr sófanum úrillur og dauð þreyttur með sviða í augunum og hausverk.

Ég hefiði betur farið í þessa kvöldgöngu og ég er ákveðin í að gera það í kvöldSvalur


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband