Landvörðum fækkar í þjóðgarðinum

 Landverðir sumarið 2009Nú er farið að líða undir lok sumarsins og landverðir fara að leggjast í hýði. Nú eru bara 2 starfandi landverðir eftir í þjóðgarðinum og verður þannig fram til 1 september. Síðasti landvörður fer svo 11 september og það verður ég að þessu sinni.

Sumarið er búið að ver frábært og stefnir í að aukning á ferðamönnum á Gestastofu frá því í fyrra sumar verði 100%. Við sjáum gífurlega fjölgun bæði í þjóðgarðinum og á gestastofu. Á Djúpalónsandi hefur verið stöðugur straumur alla daga og stundum algjör örtröð þar sem bílastæðin hafa ekki getað annað þessari fjölgun á bílum. Margir göngustígar við athyglisverðustu staðina eru farnir að láta á sjá og kallar uppbyggingu stíga sem þola álagið. Hákon og Þórunn málarameistarar

Sumarið er annars búið að vera dásamlegt og frábært tím landvarða. Það er alltaf skemmtilegt þegar það er mikið af fólki í garðinum og höfum við lítið þurft að ver að skammast í fólki fyrir að ganga ylla um, svo sem henda rusli, tjalda í þjóðgarðinum eða keyra utan vegar. Þó er það síðast nemda mesta vandamálið hjá okkur og höfum við núna seinustu daga verið vitni af nokkrum sem aka utan vegar og tilkynnt það að sjálfsögðu til lögreglu. En sjaldnast fara þessi mál fyrir dóm.

Sjálfboðaliðarnir frá BTCV fóru í dag, en þeir eru búnir að vera hjá okkur í rúma viku. Þeir eru búnir að vera að vinna í göngustígunum niður á Djúpalónsand sem voru frekar ylla farnir eftir alla umferðina. Einnig löguðu þeir stíginn upp á Saxhól.

Við héldum þeim svo grillveislu um daginn og grilluðum lambalæri að sjálfsögðu með öllu tilheyrandi. Þetta var góður hópur, fjórir strákar frá Bretlandi og ein stelpa frá Þýskalandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband