Minning um Ömmu

Amma og júlía Steinun 

Elsku amma, það fyrsta sem kemur upp í huga mér þegar ég minnist þín er hláturinn. Þegar ég færði þér jólagjafir hafði ég eitthvað skoplegt í pakkanum svo við fengjum að heyra þig hlæja. Það var svo dásamlegt að hlusta á hlátur þinn sem smitaði fljótt út frá sér og ekki leið á löngu þar til allir í kring veltust um af hlátri. Þú varst alltaf í góðu skapi og tókst okkur systkinunum alltaf opnum örmum þegar við komum á heimili ykkar afa í Króki. Það var okkar annað heimili þar sem við áttum margar góðar stundir í garðinum og inna á verkstæði. Þar var okkur fátt bannað og aldrei minnist ég þess að við vorum skömmuð fyrir neitt. 

Ég minnist þess að finna angan af Hansarósunum innan úr stofu og háfaðan í Kenwood hrærivélinni  úr eldhúsinu þar sem þú stóðst við bakstur með rauðu svuntuna og fleyttir fram kræsingum sem eldhúsborðið svignaði undan.

Elsku amma takk fyrir allt, þú gafst okkur svo mikið og við eigum þér svo mikið að þakka. Ég hugsa til þín með söknuði en veit að þú ert komin á betri stað.


Landvörður kemr vel undan vetri

Hæ Hó, fyrsta blogg ársins er komið á veraldarvefinn. Landvörður kemur vel undan vetri með sól í hjarta og bíður átektar að hefja landvarðastarfið á nýjan leik. Að sjálfsögðu fer ég í fallegasta þjóðgarð landsins, þ.e. Þjóðgarðinn Snæfellsjökull.

 Til að fagna komu sumarsins ætla ég að fara í sjósund með sundfélaginu Styrmir næstkomandi föstudag. Við ætlum að hittast félagar í þessu félagi og láta okkur gossa í sjóinn í Nauthólmsvíkinni næstkomandi föstudag. Ég er viss um að þetta sé besta leiðin til að losna við kvef sem ég er búin að vera með síðan um áramótin.

Sjáum til hvernig þetta,  fer þar til síðarWink

 


Aftur í blómin!

RósÞá er ég loksins komin í aftur í snertingu við blómi. Það var góð tilfinning að setja saman fyrsta blómvöndinn eftir 5 mánaðar hlé. Elva frænka var að opna blómabúðina Bjarkarblóm í Smáralind og er búin að vinna sleitulaust í heilan mánuð. Ég ætla að leysa hana af í nokkra daga svo hún komist í smá frí.

Það er skrítið að vera að vinna í þessari stóru verslunarmiðstöð þar sem það er stöðugur straumur af fólki. það er sko engin kreppa í Smáralindinni og fólk kaupir sína rósa áfram, enda hvernig líf er án blóma?

http://www.bjarkarblom.is/


Eitt bros allt sem til þarf!

Lífið er nú bar gott þessa dagana! Skólaganga mín gengur vel þó ég geti alltaf bætt mig þá tel ég mig vera nokkuð góðan. Að búa hér á Hvanneyri er bar ljúft þó ég sakni alltaf höfuðborgarinnar, enda alltaf með annan fótinn þar. En þar sem ég á svo góða skólafélaga þá leiðist mér ekki lífið hér í sveitinni.

Ég sakna nú alltaf fjölskyldunnar og stór hluti hennar er í rúmlega 600 km fjarlægð. Í byrjun skólaár leigðum við fjölskyldan bústað í Kjarnaskógi við Akureyri. Ég mamma og pabbi og Elva og fjölskylda. Stórkostlegur staður að dvelja á og umhverfið alveg dásamlegt. Akureyri stendur alltaf fyrir sýnu, en uppúr stóð að sjálfsögðu að hitta tvíburana þau Júlíu Steinuni og Brynjar Smára. Þetta eru algjör englabörn og bræða mannshjartað algjörlega með minnsta brosi, þau gefa lífinu svo sannarlega tilgang og gefa meira en þau þiggja. Júlía Steinun

Ég setti inn nokkrar myndir úr þessari ferð okkar og ég lofa því að þær bræða hjartað í þér kæri lesandi.

 

 


Hákon að æfa sund!!

Þvílíkt ánægður með sjálfan mig, fór á sundæfingu hjá sunddeild St. Styrmis í laugardalslauginni í kvöld. Ég átti að vera hér heima á Hvanneyri að læra tölfræði sem ég var ekki alveg að nenna og var eitthvað að vafra um netið og sá þá tilkynningu á heimasíðu Samtakanna 78 um að það ætti að stofna sunddeild hjá félaginu. Ég uppljómaði allur og það var einn og hálfur tími í æfingu, þannig að ég henti sundskýlunni í bakpokann og þaut af stað í bæinn og sé ekki eftir því. Já Hákon litli er farinn að æfa sund og hver veit nema maður fari út næsta sumar og keppi við hina hommana!


Landvarðablogg!

SnæfellsjökullÞvílíkur leikur í dag og nú er bara að vinna gulli, þið klárið þetta strákar. En þrátt fyrir það þá er þetta stórkostlegur árangur hjá ykkur og til hamingju allir saman.

En í allt aðra sálma, jú ég er enn hér á Snæfellsnesi og er að ljúka síðustu vaktinni á gestastofu. Þetta er búinn að vera einn rólegasti dagur sumarsins. Ég ætla að yfirgefa svæðið á morgun.

Ég fór í langa kvöldgöngu í gærkveldi út í Öndverðanes og gekk fram á stórann hellir sem ég hef ekki séð áður, hann er ansi stór og á einum stað er allt morandi í burknum, leit út eins og skógarbotn í regnskógi. Ég tók nokkrar myndir og set þær inn seinna. Þegar ég var búinn að skoða hellinn í daggóðan tíma þá áttaði ég mig á því að það var farið að dimma og ég átti eftir klukkutíma göngu til baka að bílnum. Ég gekk hratt til baka og náði að bílnum rétt fyrir myrkur, held það sér ekkert sérstakt að vera á gangi einn í hrauninu í niða myrkri þar sem allt er morandi í draugum.

Á morgun ætla ég að bruna í bæinn og taka þátt í menninganótt, en vakna samt hress á sunnudagsmorgun til að horfa á úrslitaleikinn í handbolta að sjálfsögðu eins og allir aðrir Íslendingar.

Ég kveð héðan úr Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og þakka fyrir mig! 

 ÁFRAM ÍSLAND!!!


Áfram Ísland

Nú er ég staddur á Geststofunni á Hellnum og ætlaði mér að sjálfsögðu að fylgjast með leiknum í handbolta. Þegar ég ætla svo að hlusta á rás 2 á ruv.is þá er bilun í hjá þeim og geta ekki sent neitt út í gegnum vefinn. Ég er að sjálfsögðu   alveg miður mín en þá uppgötvaði ég að á mbl.is er einnig send út lýsing á leiknum með texta sem uppfærist á 30 sek. fresti, algjör snilld. Þannig að þið sem eruð einungis með netið farið inn á mbl.is og fylgist með.


Sumarlok!

Einn og yfirgefinnÞá er Anna farinn af nesinu og ég einn eftir á Gufuskálum. Nú valsa ég einn um garðinn á pallbílnum og dytta af hinu og þessu. Alltaf jafn skrítið að fara um garðinn á þessum árstíma þegar allt er að verða svo hljótt, túristunum fækkar ört og fuglarnir eru farnir úr björgunum, einstaka rituungi eftir sem hefur ekki fengið nægju sína að eta. Það er mikill ungadauði hjá ritunni og er það líklegast fæðuskortur. Það er hálf óhugnanlegt að horfa upp á ungana sem eftir eru í björgunum verslast upp af hungri. Þeir ýmist detta útaf í hreiðrinu sínu eða falla í sjóinn og reka upp í fjöru þar sem allt morar í dauðum ungum.

En þrátt fyrir það er haustið dásamlegt hér á nesinu og að geta valsað um eins og maður sé einn í heiminum eftir annasamt sumar. Nú eru bara 3 dagar eftir af landvarða tímanum mínum í ár og við tekur skólinn á mánudaginn.


Landverðir kveðjast.

Hveðjustund landvarðaNú eru landverðir þjóðgarðsins að tínast í burtu hver af öðrum. Anna fer á miðvikudaginn, ég á laugardaginn og Smári á sunnudaginn. Þórunn kemur og tekur við af okkur og verður til 10 september eða þar til gestastofa lokar.

Við héldum kveðjuhóf í gærkveldi og slettum aðeins úr klaufunum. Síðasta ganga sumarsins var í gær, strandganga með Sæmundi. Guðrún sem var að vinna með okkur fyrr í sumar kom og gladdist með okkur.

Þetta er búið að vera gott sumar og komum við til með að kveðja þennan stað með söknuði eins og alltaf. Samstarfið hefur gengið ótrúlega vel og hefur myndast góður vinskapur á milli okkar. Alltaf er maður jafn hissa á því hversu sumarið er hratt að líða en ástæðan fyrir því er að það er búið að vera svo ótrúlega gaman og þá líður tíminn hratt.

Anna, Smári, Guðrún, Þórunn, Linda, Sæmundur, Guðrún Lára og Guðbjörg takk fyrir samstarfið í sumar! 


Ástleitin mosi!

Hjarta í náttúrumyndVið áttum leið um Eysteinsdal í gær ég, Smári og Styrmir sonur Önnu. Við Smári söfnuðum nokkrum grösum í plöntusafnið okkar. Flest grösin eru nú komin í haustbúninginn en upp við jökul eru þau mun styttra komin og eru í fullum blóma enn, enda mun kaldara þarna uppfrá. Gróðurinn á þessu svæði er ótrúlega flottur á þessum árstíma og stóðst ég ekki mátið að taka nokkrar myndir á leiðinni og voru strákarnir orðnir frekar óþreyjufullir að bíða eftir mér þar sem ég stökk út úr bílnum reglulega og lagðist í dúnmjúkan mosann og myndaði hann í bak og fyrir.

Þessi mynd blasti við mér þegar ég skoðaði hana nánar í tölvunni. Gæti þetta verið einhver skilaboð til mín!??

Setti inn smá mosasyrpu í flóru Íslands albúmið. Ástleitin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband