Á sólarströnd í Köpen

Ströndin á AmagerFór í smá frí frá landvörslunni í síðustu viku. Ætlaði í útilegu en fann svo ódýra ferð til Köpen á netinu og ákvað að bjóða mínum heittelskaða með. Við fórum á fimmtudegi og komum á mánudegi. Vissi að spáin væri góð en hún varð eiginlega of góð þar sem hitinn var um 30°c allan tímann. Svo úr varð sólarstrandarferð. Nóg er af ströndum í Danmörk og ekki þarf að fara nema út á Amager til að komast á frábæra strönd. Sjórinn var ilvolgur og sandurinn brennheitur, gerist ekki betra. Markmið ferðarinnar var nú bara að ná að mynda smá bjórvömb en því fylgdi svo brúnka og sandur á milli rasskinnanna.Blush

Sjá myndaalbúm " Í Köpen"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohh öfunda þig gegt  það sagði engin mér frá þessu frétti það bara frá afa!

Litla Systir (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 18:33

2 identicon

Tuborgin fer ykkur vel og um að gera að kæla sig niður með honum og að fara í sjóinn.  Við förum til Rhodes Grikklandi í byrjun júní en þar verður örugglega hitinn yfir 30° spurning hvort þeir selji Tuborg, hann hefur bjargað mörgum.  Ég er búinn að reyna að ná í þig undanfarið geturðu kannski sent mér SMS um hvernig ég geti náð á þig símleiðis þegar þú ert í  óbyggðum.

kv
Hákon

Hákon Skúlason (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband