Síðasta bloggið frá Snæfellsnesi

Nú styttist í að ég fari heim í höfuðborgina. Síðasti dagurinn á gestastofu. Hér er grenjandi rigning og rok og engir gestir. Þetta er búið að vera frábær tími og ég kem til með að sakna þess. Ég hef fengið aðra sýn á náttúruna, ber meiri virðingu fyrir henni og er hættur að henda tyggjói á jörðinaSaklaus  Nú tekur við af móanum, hrauninu og þögninni dásamlega malbikið, traffíkin og háfaðinn. Hvoru tveggja á við mig, þarf að fá góðan skammt af hvoru tveggja.

Ég er búinn að setja myndasyrpu í albúmið. Kveðja til allra frá Snæfellsnesi, sjáumst í borginni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Óskarsson

Takk fyrir að passa Snæfellsnesið. Þú hefur vonandi komist að því að hvergi eru betri krækiber en í hrauninu norðan Gufuskála og í Hólahólum. Gangi þér vel að venjast hávaðanum aftur.

Valur Óskarsson, 10.9.2006 kl. 15:21

2 Smámynd: Hákon Ásgeirsson

Ekkért að þakka mín var ánægjan, aldrei að vita nema maður mæti afur næsta sumar. Hef smakkað berin við Hólahóla og sjaldan séð svona stór ber, þarf að tékka á berjunum við Gufuskála.

Hákon Ásgeirsson, 10.9.2006 kl. 15:54

3 identicon

Hæ sæti, gaman ad fá ad fylgjast med lífinu uppi á klaka. Bestu kvedjur Perla

Perla (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 22:02

4 identicon

Hvernig var svo París?

Jafnrómantísk og Stykkishólmur ;)

Linda landvörður (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband