Strandganga í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli

Strandganga 2009Á laugardaginn var farið í strandgöngu frá Skálasnaga að Beruvík undir leiðsögn Sæmundar. Það var dásamleg ganga sem lá um úfið hraun, gula strönd og flatt graslendi. Veðrið var eins og best var á kosið og tók gangan 5 1/2 tíma. Það er alveg magnað hvað er frá mörgu að segja á svo stuttri og torfarinni leið, að fólk skuli hafa dregið fram lífið á svo harðbýlu svæði.

Á leiðinni fundum við hreiður Steindepils og ég rakst á eitt blóm sem ég get ekki alveg áttað mig á hvað heitir, ef einhver þekkir það þá endilega sendið mér línu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband