Fæða ritunnar skoðuð!

FuglaveiðarRita veidd í þágu vísindanna. Ég fékk til liðs við mig fjóra landverði eftir vinnu í þjóðgarðinum til að hjálpa mér að veiða nokkrar ritur. Við fórum á Arnastapa og veiddum úr Eystrigjá í þetta skiptið. Það gekk mjög vel og veiddum við alls 12 ritur en fengum bara 5 þeirra til að æla upp fæðunni. Ég sá um að veiða þær og settist fram á bjargsbrún til að ná betur til fuglanna. Gunna Lára tók á móti fuglunum og Þórunn setti poka á hausinn á þeim að ælan færi beint í pokann. Ég tók svo nokkrar fjaðrir og setti í umslag. Linda sá um að mynda atburðinn. Riturnar voru ekki ánægðar með þessa meðferð á sér sem ég skil vel en þetta er nauðsynlegt til að komast að því hvað hún er að borða og hvort það er næg fæða í sjónum til að fæða ungana.fuglaveiðar  

Þegar við slepptum ritunum fóru þær strax til baka í hreiðrið og huguðu að ungunum. Hlýtt var í veðri og ungunum hefur líklega ekki orðið kalt á meðan foreldrinu var kippt í burtu í stutta stund. Flestir ungarnir virðast dafna ágætlega og ekki vorum við vör við neina dauða unga. Þó er misjafnt hversu stálpaðir þeir eru. Sumir eru mjög litlir ennþá og enn aðrir ekki komnir úr eggi ef þeir koma þá nokkuð úr þessu.

Við enduðum svo daginn á Hellnum í Fjöruhúsinu og fengum okkur kvöldverð í góða veðrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góðar myndir líka ;)

Linda landverja (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband