My date with Drew

Sá frábæra heimildarmynd sem Ameríkani gerði um stefnumótt sitt við Drew Barrymore. Hann ákvað að gefa sér 30 daga til að komast á stefnumótið og fjallar myndin um það hvernig hann fer að því. Ég gerði mér engar vonir með  þessa mynd en ákvað samt að taka hana og hún var frábær. Einhver algjör nörd sem er búinn að vera skotin í Drew síðan hann sá hana í ET og heitasta ósk hans vara að komast á stefnumót með henni. Lúggar eins og hver annar fan en þessi gerir frábæra hluti og á endanum....... Segi ekki meir. Verðið að sjá þessa mynd.

Mér persónulega hef alltaf verið heillaður af Drew og finnst hún ein fallegasta og heilbrigðasta kvenstjarnan í Hollywood (Þótt hýr sé Skömmustulegur). Og ef það er einhver kvenmaður sem ég gæti hugsað mér að fara á stefnumót með þá gæti Drew sennilega platað mig til þessSvalur.

Ég segi bara.... vegir Guðs eru órannsakanlegir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú ekki alveg sammála því að hún sé heilbrigð því að hún lá í dópinu í nokkur ár og var vel þekkt fyrir það. En hún getur jú verið falleg seinnipartinn á föstudögum þegar svefnþynnkan hennar er horfinn undir þykkt lag af málningu og spasli. Stórskemmtilegt blogg hjá þér Hákon. Var að heyra í Írisi sem er stödd í Manchester í Englandi en þar er einmitt Gay-pride núna. Hún ætlaði eitthvað að rölta um götuna sem Queer as folk var tekinn en þar var verið að rukka 50 pund aðeins fyrir að heimsækja götuna, frekar fúlt. Hlakka til að sjá þig í september, kveðja Hákon frændi

Hákon Skúlason (IP-tala skráð) 27.8.2006 kl. 12:55

2 identicon

hæ sæti, sendi kvedjur i sæluna
Perla

Perla (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 05:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband