Barnastund á Arnastapa

Barnastund Á laugardaginn fyrir viku vorum ég og Gunna Lára með barnastund á Arnastapa og mættu 13 krakkar á aldrinum 5 - 12 ára. Það var bongóblíða að vanda og mjög skemmtilegur hópur af krökkum. Það er mjög misjafnt hvernig barnastundirnar heppnast og fer það algjörlega eftir stemningunni á krökkunum. Fjöldinn þarf að vera að lámarki 10 svo hægt sé að fara í leiki þannig að þeir heppnist vel. Best er að hafa 15 - 20 krakka og að aldursmunurinn sé ekki meiri en4-5 ár. Í þetta skiptið var rosa gaman og krakkarnir mjög ánægðir með framgang mála. Ætlunin er að krakkarnir fái fræðslu um dýra og náttúrulíf en um leið að þau skemmti sér vel með því að far í náttúrutengda leiki. Í lokin er svo sest niður og farið yfir atburði stundarinnar og athugað hvað krakkarnir hafa lært.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband