Áfram heldur vöktun á ritu

RituungarMánudaginn 27 júlí byrjaði ég daginn á að veiða ritu með aðstoð Elínar. Við veiddum 6 fugla en enginn þeirra vildi æla upp fæðunni þar sem það var engin fæða í sarpinum. Það var erfitt að ná þeim þar sem fullorðni fuglinn er ekki eins mikið við hreiðrið nú þegar ungarnir eru orðnir svo stálpaðir. Við tíndum upp 5 dauða unga í fjörunni við Pumpu. Í heildina töldum við um 60 dauða unga í þessari litlu fjöru.

Það var sól og hiti á Arnastapa þegar ég hóf vöktunina. 16 ungar voru í 16 hreiðrum af 40. Mikið af dauðum ungum í hreiðrum og aðeins sá ég einn fleygan unga. 12 dauðir ungar voru í sjónum fyrir neðan bjargið.

Í Svörtuloftum var ég kl. 11:45 þar sem hitinn var um 15°c og mjög hvasst. Ég tolldi ekki lengi við þar því mér var orðið ískalt. Þar taldi ég 11 unga í 11 hreiðrum af 40. Mikið var af dauðum ungum í hreiðrum. Ég sá engan fleygan unga og þeir voru mis langt komnir í þroska og margir enn með dún.

Í Keflavíkurbjargi var ég kl. 13:10. Þar taldi ég 39 unga í 32 hreiðrum af 40. Þeir eru mis langt komnir í þroska en margir komnir með flugfjaðrir og farnir að blaka vængjum. að minnsta kosti tveir ungar voru fleygir. Ég var var við 3 fæðugjafir.

Það virðist sem Keflavíkurbjarg komi langbest út úr varpinu og allar líkur eru á að flestir ungar komist þar á legg. Hvað það er sem veldur því komumst við vonandi að þegar rannsóknarvinnu líkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband